Föstudaginn 15. ágúst 2025 var haldin fundur í stjórn Strætó bs. og hófst hann kl. 07:30.
Mætt voru:
- Margrét V. Marteinsdóttir (MM)
- Lovísa Jónsdóttir (LJ)
- Magnús Örn Guðmundsson (MÖG)
- Andri Steinn Hilmarsson (ASH)
- Hrannar B Eyjólfsson (HBE)
- Alexandra Briem (AB)
Fundinn sat einnig Jóhannes Rúnarsson (JR) og Elísa Kristmannsdóttir (EK) sem ritaði fundargerð.
1. Leiga á rafvögnum
Farið yfir minnisblað vegna leigu á vögnum. Stjórn felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
2. Skipan fulltrúa Strætó í eignarmat vegna Almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins ohf
Stjórn leggur til að Jóhannes Rúnarsson, verði fulltrúi Strætó í eignarmatinu.
3. Skipan starfskjaranefndar
Umræður um málið og lagt til að núverandi meðlimir séu áfram í starfskjaranefnd.
4. Árshlutauppgjör janúar til júní 2025
Elísa Kristmannsdóttir, fjármálastjóri fór yfir árshlutauppgjör fyrir janúar til júní 2025. Tekjur og gjöld eru undir áætlun sem skýrist að mestu af því að þjónustuaukning sem fyrirhuguð var í byrjun árs kemur til framkvæmda í ágúst 2025. Eigið fé Strætó er jákvætt í lok tímabilsins.
Stjórn samþykkir árshlutauppgjör.
5. Forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025
Töluverðar breytingar eru fram undan á skipan almenningssamganga á höfuðborgarsvæðinu. Unnið hefur verið að aðlögun fjárhagsáætlunar í samræmi við það og er gert ráð fyrir að fyrstu drög verði tilbúin í september. Almennar forsendur um hækkun vísitalna og kjarasamningshækkanir eru notaðar, stuðst við þjóðhagsspá gerða í júlí 2025 og þær breytingar á rekstrarfyrirkomulagi sem þekktar eru í dag.
6. Sölutölur
Markús Vilhjálmsson, markaðsstjóri fór yfir sölutölur síðustu mánaða og frávik frá áætlun. Rætt var um fyrirkomulag gestakortsins City Card sem er í boði fyrir ferðamenn. Ákveðið var að óska eftir betri kynningu á verkefninu frá Höfuðborgarstofu, sem heldur utan um kortið og framkvæmd þess. Markmiðið er að fá skýrari mynd af virkni kortsins, umfangi, verðlagi og markaðssetningu, sem og mögulegum ávinningi fyrir Strætó.
Farið var yfir stöðu og árangur fargjaldaálags sem innleitt var um áramót. Einnig var rætt hvort þörf væri á að fjölga eftirlitsmönnum til að styrkja framkvæmdina.
7. Markaðsmál
Markús Vilhjálmsson, markaðsstjóri fór yfir markaðsherferð tengda þjónustuaukningu.
8. Menningarnótt
Herdís Steinarsdóttir, sölu- og markaðsfulltrúi fór yfir hvernig leiðakerfi Strætó verður á Menningarnótt.
Fundi slitið kl. 9:30.