Óskilamunir sem finnast í vögnum Strætó er safnað saman í höfuðstöðvum Strætó bs. að Hesthálsi 14, 110 Reykjavík.

Hægt er að senda fyrirspurnir í gegnum netfangið oskilamunir@straeto.is eða hringja í þjónustuver Strætó.

Óskilamunir

Myndir af óskilamunum

  • Við mælum með að skoða myndir af óskilamunum áður en farið er á Hestháls.
Myndir af óskilamunum
www.pinterest.com

 

  • Óskilamunum er skipt niður eftir mánuðum og hverjum hlut er úthlutað sérstöku tilvísunarnúmeri. Gott er að hafa tilvísunarnúmerið meðferðis þegar fyrirspurn er send eða þegar óskilamuna er vitjað.
  • Hægt er að vitja óskilamuna á Hesthálsi 14, 110 Reykjavík milli kl. 09:00 – 16:00 mánudaga til fimmtudaga og föstudaga frá kl. 09:00-14:00.

Vörslutími

Vörslutími óskilamuna er 3 mánuðir. Fatnaður verður gefinn til Rauða krossins að vörslutíma loknum, en öðrum óskilamunum verður fargað á viðeigandi hátt. Matvæli sem finnast eru að jafnaði geymd í tvo dag.


Móttaka Strætó Hestháls 14, 110 Reykjavík

Opnunartímar
Mánudaga - fimmtudaga 09:00 – 16:00
Föstudaga09:00 - 14:00
Laugadagar og sunnudagar Lokað

Leið 15 stoppar á biðstöðinni Hálsar sem er í u.þ.b 5-9 mínútna göngufjarlægð frá móttöku Strætó.

Leiðir 16 og 18 stoppa á biðstöðinni Hestháls sem er í u.þ.b 6 mínútna göngufjarlægð frá móttöku Strætó.