Strætó er þjónustufyrirtæki á sviði almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Gildin sem Strætó starfar samkvæmt eru: Samvinna, áreiðanleiki og drifkraftur.
Fyrirtækið
Hjá Strætó bs. starfa um 300 manns þar af um í 200 vagnstjórar sem hafa það megin hlutverk að aka fólki á milli staða. Til að styðja við það verkefni og sjá til þess að guli vagninn fari út á hverjum morgni, starfa hjá Strætó öflugir einstaklingar á verkstæði, þvottastöð, vörulager, í þjónustuveri og á skrifstofu.
Hjá Strætó starfar fólk á öllum aldri með ólíkan bakgrunn, þjóðerni og reynslu. Þannig skapast fjölbreytt menning og andrúmsloft.
Gildi
Gildin sem Strætó starfar samkvæmt eru: Samvinna, áreiðanleiki og drifkraftur.
- Samvinna einkennir allt okkar starf, bæði innan fyrirtækis og gagnvart viðskiptavinum, eigendum og samstarfsaðilum.
- Áreiðanleiki: Við erum á réttum stað á réttum tíma, erum hagsýn og ábyrg í öllum okkar störfum.
- Drifkraftur: Við erum frumkvæðismiðuð og höfum kjark og þor til að taka ákvarðanir og leysa mál hratt og vel.
Strætó bs. hefur jafnlaunavottun frá Versa vottun sem er staðfesting þess að jafnlaunakerfi fyrirtækisins samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012.
Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.