Strætó er þjónustufyrirtæki á sviði almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Gildin sem Strætó starfar samkvæmt eru: Samvinna, áreiðanleiki og drifkraftur. 

Fyrirtækið

Hjá Strætó bs. starfa um 300 manns þar af um í 200 vagnstjórar sem hafa það megin hlutverk að aka fólki á milli staða. Til að styðja við það verkefni og sjá til þess að guli vagninn fari út á hverjum morgni, starfa hjá Strætó öflugir einstaklingar á verkstæði, þvottastöð, vörulager, í þjónustuveri og á skrifstofu.

Hjá Strætó starfar fólk á öllum aldri með ólíkan bakgrunn, þjóðerni og reynslu. Þannig skapast fjölbreytt menning og andrúmsloft.


Gildi

Gildin sem Strætó starfar samkvæmt eru: Samvinna, áreiðanleiki og drifkraftur. 

  • Samvinna einkennir allt okkar starf, bæði innan fyrirtækis og gagnvart viðskiptavinum, eigendum og samstarfsaðilum. 
  • Áreiðanleiki: Við erum á réttum stað á réttum tíma, erum hagsýn og ábyrg í öllum okkar störfum.
  • Drifkraftur: Við erum frumkvæðismiðuð og höfum kjark og þor til að taka ákvarðanir og leysa mál hratt og vel.

Jafnlaunavottun 2022–2025

Strætó bs. hefur jafnlaunavottun frá Versa vottun sem er staðfest­ing þess að jafn­launa­kerfi fyrirtækisins sam­ræm­ist kröf­um jafn­launastaðals­ins ÍST 85:2012.

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.


Mannauðs- og gæðasvið