Leið R4 er í pöntunarþjónustu alla daga nema sunnudaga. (Enginn akstur á sunnudögum). Til að panta ferðir með pöntunarþjónustunni þarf að hringja í A-stöðina í síma 420 1212, minnst 20 mínútum fyrir áætlaða brottför skv. tímatöflu. Það þarf ekki að panta ferðirnar frá Miðstöð kl. 07:30 og 14:00 á virkum dögum, þær eru alltaf eknar af strætisvagni.
Á landsbyggðinni er leið 84 í pöntunarþjónustu. Til að panta ferð með þessari leið þarf að hringja í þjónustuver Strætó í síma 540 2700, minnst tveimur tímum fyrir áætlaða brottför skv. tímatöflu.