Höfuðborgarsvæðið

Sex leiðir á höfuðborgarsvæðinu eru í pöntunarþjónustu annað hvort allan daginn eða hluta dags. „Pöntunarþjónusta“ þýðir að viðskiptavinir panta ferðina sem þeir ætla að nýta í gegnum síma áður en lagt er af stað út á stoppistöð.

Hægt er að greiða fyrir ferðir pöntunarþjónustu með því að sýna bílstjóra Klapp kort, Klapp tíu, skiptimiða eða virkjað fargjald í Klapp appi.

Pöntunarþjónusta hjá Pant

Kvöldferðir á leið 22 og 23 og allar ferðir á leiðum 25, 26, 27 og 29 eru í pöntunarþjónustu hjá Pant. Til að panta ferð með leið um 22, 23 25, 26, 27 og 29 þá þarf að hringja í þjónustuver Pant í síma 540 2740, minnst 30 mínútum fyrir áætlaða brottför skv. tímatöflu. Leigubíll frá Hreyfli eða bíll frá akstursþjónustunni Pant verður sendur á biðstöð viðskiptavinar.

Athugið: á leið 23 þarf að panta Strætó með 30 mínútna fyrirvara til að hann aki út á Jörfaveg. Þetta á við fyrir allar ferðir með leiðinni.

Athugið:  fyrstu þrjár morgunferðirnar á leið 25 á virkum dögum þarf ekki að panta.

Pant


Landsbyggðin

Tvær leiðir á landsbyggðinni eru í pöntunarþjónustu annað hvort allan daginn eða hluta dags.

Leið 84 er í pöntunarþjónustu allan daginn. Til að panta ferð með leið 84 þá þarf að hringja í þjónustuver Strætó í síma 540 2700, minnst tveimur tímum fyrir áætlaða brottför skv. tímatöflu.

Strætó

Leið 92 er í pöntunarþjónustu hluta dags. Til að nýta ferð sem er í pöntunarþjónustu á leið 92 þá þarf að hringja í ÍS-Travel Austurland í síma 892 0955 eða senda tölvupóst á ivar@is-travel.is, minnst 6 tímum fyrir áætlaða brottför skv. tímatöflu.

ÍS-Travel Austurland

Vagnar með aðgengi fyrir hjólastólanotendur

Á leiðum 51 og 57 er hægt að panta vagn með aðgengi fyrir hjólstólanotendur.

Athugið: Aðeins er hægt að nota ákveðnar biðstöðvar og panta ferðir á ákveðnum tímum.

Lesa meira
straeto.is

Strætó í Reykjanesbæ

Leið 4 er í pöntunarþjónustu í innanbæjarkerfi Reykjanesbæjar.

Til að panta ferðir með pöntunarþjónustunni þarf að hringja í A-stöðina í síma 420 1212, minnst 20 mínútum fyrir áætlaða brottför skv. tímatöflu.

A-stöðin