Á þessari síðu má nálgast upplýsingar um opnunartíma hjá þjónustuveri og móttöku Strætó og aksturstíma vagna.

Akstur á morgnana

Á virkum dögum eru flestar leiðir á höfuðborgasvæðinu að hefja akstur í kringum 06:30 – 07:00 á morgnana.

Fyrstu ferðir dagsins byrja ekki endilega á upphafsstöð, þannig við biðjum alla viðskiptavini um að skoða vel tímatöflu.

 

Akstur hefst á eftirfarandi tímum
Virkir dagar 06:30 – 07:00
Laugardagar07:30 – 08:00
Sunnudagar og helgidagar 09:30 – 10:00

Akstur á kvöldin

Um helmingur leiða hættir akstri í kringum miðnætti og hinn helmingurinn hættir akstri fyrr á kvöldin og/eða eru ekki með þjónustu um helgar.

Eftirfarandi leiðir aka samkvæmt áætlun til miðnættis eða sem því næst:


Leiðir sem hætta fyrr á kvöldin

Eftirfarandi leiðir hætta akstri fyrr á kvöldin.


Næturstrætó um helgar

Fimm næturleiðir munu aka frá miðbænum, ein leið ekur í Hafnarfjörð með viðkomu í Kópavogi og hinar fjórar í úthverfi Reykjavíkur, þ.e. Breiðholt, Úlfarsárdal, Norðlingaholt og Mosfellsbæ með viðkomu í Grafarvog.

  • Næturstrætó ekur úr miðbæ Reykjavíkur á aðfaranóttum laugardags og sunnudags.
  • Aðeins er hægt að taka næturstrætó á leið úr miðbænum en ekki til baka í átt að miðbænum.
  • Vagnarnir aka ekki skv. hefðbundinni tímatöflu. Eingöngu er gefinn upp brottfaratími úr miðbænum og vagnarnir aka inn í hverfin án þess að tímajafna.
  • Viðskiptavinir sem ætla að nýta vagninn á miðri leið er bent á að fylgjast með staðsetningu vagna í rauntíma í Klapp appinu eða inn á straeto.is