Viðkomustöð eftir beiðni
Viðkoma á Jörfaveg er aðeins eftir beiðni: Farþegar sem vilja fá vagninn að Jörfavegi þurfa að hringja með 30 mínútna fyrirvara í síma 540 2700 til að hann aki út á Jörfaveg. Farþegar í vagninum, sem vilja fara út við Jörfaveg, þurfa hins vegar aðeins að láta bílstjórann vita og hann ekur út að stöðinni.
