Leiðakerfi Strætó mun taka miklum breytingum sunnudaginn 2. júní vegna framkvæmda Reykjavíkurborgar við Hlemm. Allur akstur Strætó um svæðið mun víkja tímabundið og nýjar endastöðvar verða teknar í notkun.

Strætó hvetur farþega til að skoða upplýsingasíðu Strætó þar sem leiðir geta tekið breytingum á framkvæmdatíma en síðan er uppfærð jafnóðum. Þar er hægt að kynna sér breytingarnar og sjá kort af öllum leiðum.