Reykjanesbær hefur ákveðið að auka vetrarþjónustu innanbæjarvagna hjá sér frá og með 2. janúar 2026. Markmiðið er að bæta þjónustuna og bregðast við breytingum sem Vegagerðin innleiðir á leiðakerfi á landsbyggðinni eftir áramót.
Helstu breytingar:
- Ný morgunferð kl. 06:00 bætist við á leiðum R1 og R3
- Engin hlé – akstur verður samfelldur yfir daginn
- Sunnudagsakstur hefst, með sama fyrirkomulagi og á laugardögum