Tekur gildi 1. janúar 2026.

Tvær nýjar leiðir munu bætast í kerfið og tímaáætlun vagna verður áreiðanlegri.


Með breyttu leiðakerfi er stigið skref í átt að betri og aðgengilegri almenningssamgöngum á landsbyggðinni.

Markmiðin eru að þjónusta sem best atvinnu- og skólasókn, tengja áfram landshluta og vinna að tengingu milli leiðakerfa landsbyggðar- og innanbæjarvagna.

Vegagerðin á og rekur landsbyggðarvagna og hefur unnið að breytingunum síðastliðna mánuði en Strætó sér um upplýsingagjöf og þjónustu fyrir farþega.

Með breytingum á leiðakerfinu er einnig verið að framfylgja stefnu stjórnvalda um að færa almenningssamgöngur á landsbyggðinni yfir í hreinorkuvagna. Grunnurinn að þeirri breytingu er að stilla leiðakerfinu upp í takti við aðgengi og dreifni hleðsluinnviða í landinu. Þannig verða til dæmis allir vagnar á Suðurlandi rafmagnsvagnar, nema vagninn sem ekur Höfn – Vík – Höfn.


Bætt þjónusta

  • Tvö ný leiðarnúmer
  • Áreiðanlegri tímaáætlun
  • Örari tíðni ferða á suðvesturhorninu
  • Betri tenging við flugvelli

Búið er að uppfæra leiðavísinn og því geta notendur fundið bestu leiðina fyrir sig í Skipuleggja ferð með því að velja dagsetninguna 1. janúar 2026 eða síðar þegar breytt leiðakerfi tekur gildi.


Allar breytingar

Suðurland

Leiðir 51 og 52 skiptast upp í þrjár leiðir:

  • Leið 51: Selfoss – Reykjavík
  • Leið 52: Reykjavík – Höfn
  • Leið 53: Selfoss  – Landeyjahöfn – Hvolsvöllur

Með þessu fæst aukin tíðni milli Reykjavíkur og Selfoss og á milli Hvolsvallar og Selfoss þar sem þessar leiðir verða nú óháðar leiðinni til Hafnar.

Allir vagnar á Suðurlandi, nema vagninn sem ekur Höfn – Vík – Höfn, verða rafmagnsvagnar.

Leið 51 Selfoss – Reykjavík

  • Ekur aðeins milli Selfoss og Reykjavíkur
  • Aukin tíðni á virkum dögum
  • Fækkun stoppistöðva í Norðlingaholti úr fjórum í eina – stoppað við Helluvað
  • Breytt akstursleið innan Selfoss – Stoppað á N1 Selfossi, FSU og Ráðhúsinu
Ný tímatafla
wp.straeto.is

Leið 52 Reykjavík – Höfn

  • Ekur á milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði
  • Ekur fjórar ferðir á viku – þriðjudaga, fimmtudaga, föstudaga og sunnudaga
  • Fækkun stoppistöðva í Norðlingaholti úr fjórum í eina – stoppað við Helluvað
  • Breytt akstursleið innan Selfoss – Stoppað á N1 Selfossi, FSU og Ráðhúsinu
Ný tímatafla
wp.straeto.is

Leið 53  Selfoss  – Landeyjahöfn – Hvolsvöllur

  • Ekur á milli Selfoss, Hvolsvallar og Landeyjahafnar
  • Tengist áfram skv. siglingaáætlun Herjólfs í tveimur ferðum
  • Fyrir farþega sem ferðast á milli Reykjavíkur og Landeyjahafnar þarf að taka tvo vagna; Leið 51 milli Reykjavíkur og Selfoss og leið 53 milli Selfoss og Landeyjahafnar
  • Aukin tíðni ferða milli Hvolsvallar og Selfoss
  • Breytt akstursleið innan Selfoss – Stoppað á N1 Selfossi, FSU og Ráðhúsinu
Ný tímatafla
wp.straeto.is

Leið 71 Þorlákshöfn – Hveragerði

  • Ferðum fjölgað úr þremur í fimm á virkum dögum
  • Bætt tenging við leið 51 bæði til Selfoss og Reykjavíkur
Ný tímatafla
wp.straeto.is

Leið 72 Selfoss – Flúðir

  • Breytt akstursleið innan Selfoss – Stoppað á N1 Selfossi, FSU og Ráðhúsinu
  • Stoppistöðvar við Þrastarlund, Þóroddsstaði og Þjórsárdalsveg detta út
Ný tímatafla
wp.straeto.is

Leið 73 Selfoss – Grímsnes

  • Breytt akstursleið innan Selfoss
  • Breytt akstursleið innan Selfoss – Stoppað á N1 Selfossi, FSU og Ráðhúsinu
  • Stoppistöðvar við Þrastarlund, Þóroddsstaði og Þjórsárdalsveg detta út
Ný tímatafla
wp.straeto.is

Suðurnes

Leið 55 KEF – Airport – Reykjavík

  • Breytt akstursleið innan Reykjanesbæjar
  • Samræmd tímaáætlun leiðar 55 við innanbæjarvagna Reykjanesbæjar í Miðstöð
  • Hættir akstri inn að Ásbrú og stoppar nú aðeins í Miðstöð og við Tjarnarhverfi
  • Ferðir til og frá BSÍ á virkum dögum verða alls fimm á dag og á öðrum tímum aka vagnar til og frá Firði Hafnarfirði
  • Tekur við reiðhjólum á fyrirfram ákveðnum ferðum í tímatöflu
Ný tímatafla
wp.straeto.is

Leið 87 Vogar – Miðstöð Reykjanesbær

  • Færri ferðir til Reykjanesbæjar
  • Í ferðum til Reykjanesbæjar verður ávallt stoppað við FS á stoppistöðinni Holtaskóli sem fær nafnið Holtaskóli – FS og Miðstöð
  • Tengist leið 55 við Vogaafleggjara til að tengjast höfuðborgarsvæðinu í morgun- og síðdegisferðum
Ný tímatafla
wp.straeto.is

Leið 89 Garður – Sandgerði – Miðstöð Reykjanesbær

  • Akstursleið snúið við; verður Garður-Sandgerði-KEF-Airport-Reykjanesbær
  • Ekur í völdum ferðum upp að Keflavíkurflugvelli. Fyrsta ferð frá Garði verður kl. 5:12 og verður vagninn kl.5:30 við Keflavíkurflugvöll
  • Ferðum á virkum dögum fækkað úr ellefu í átta ferðir á dag
  • Breytt akstursleið í Suðurnesjabæ – Stoppað á Garðvangi og Póshúsinu í Garði, stoppað hjá Vörðunni og Íþróttamiðstöðinni í Sandgerði
  • Í ferðum til Reykjanesbæjar verður ávallt stoppað við FS á stoppistöðinni Holtaskóli sem fær nafnið Holtaskóli – FS og Miðstöð
Ný tímatafla
wp.straeto.is

Vestur- og Norðvesturland

Akstursleið 57 á milli Reykjavíkur og Akureyrar verður skipt upp í tvær leiðir:

  • Leið 50: Reykjavík – Akranes – Borgarnes
  • Leið 57: Reykjavík – Akureyri

Leiðin milli Reykjavíkur, Akraness og Borgarness er því orðin óháð leggnum á milli Reykjavíkur og Akureyrar og tímaáætlun því áreiðanlegri fyrir vikið.

Leið 50 Reykjavík – Akranes – Borgarnes

  • Ekur milli Reykjavíkur, Akraness og Borgarness
  • Aukin tíðni á milli Akraness og Borgarness
  • Breytt akstursleið innan Akraness – Stoppað á Þjóðbraut, Bæjarskrifstofunni og Innnesvegi
Ný tímatafla
wp.straeto.is

Leið 57 Akureyri – Reykjavík

  • Ekur milli Reykjavíkur og Akureyrar án viðkomu á Akranesi
  • Íbúar á Akranesi sem vilja ferðast norðar en Borgarnes taka leið 50 í Borgarnes og tengjast þar leið 57 til að ferðast áfram norður
  • Ekur eina ferð á dag alla daga – tímatöflu breytt í takt við vetrarþjónustu Vegagerðarinnar
  • Ekur að heimavistum MA og VMA á sunnudagskvöldum
  • Ekur frá Akureyrarflugvelli á leggnum Akureyri-Reykjavík
Ný tímatafla
wp.straeto.is

Leið 58 Stykkishólmur – Borgarnes

  • Óbreytt tíðni
  • Ný tímaáætlun – tengist leið 50 í Borgarnesi til og frá höfuðborgarsvæðinu
  • Tengist áfram leið 82 við stoppistöðina Vatnaleið
  • Það verður stoppað á Sundlauginni Stykkishólmi í stað Olís
Ný tímatafla
wp.straeto.is

Leið 59 Borgarnes – Hólmavík

  • Óbreytt tíðni
  • Ný tímaáætlun – tengist leið 50 í Borgarnesi til og frá höfuðborgarsvæðinu.
Ný tímatafla
wp.straeto.is

Leið 81 Borgarnes – Reykholt

  • Akstursdögum fækkað úr fimm í þrjá – ekur mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga
Ný tímatafla
wp.straeto.is

Leið 82 Hellissandur – Stykkishólmur

  • Óbreytt tíðni
  • Ný tímatafla – tengist áfram leið 58 við stoppistöðina Vatnaleið
  • Það verður stoppað á Sundlauginni Stykkishólmi í stað Olís
Ný tímatafla
wp.straeto.is

Leið 84 Skagaströnd – Blönduós

  • Óbreytt tíðni
  • Tengist áfram leið 57 á Blönduósi
Ný tímatafla
wp.straeto.is

Norður- og Norðausturland

Leið 56 Egilsstaðir – Akureyri

  • Leiðinni verður snúið við og mun aka Egilsstaðir – Akureyri – Egilsstaðir
  • Ekur í öllum ferðum inn á Akureyrarflugvöll og tímaáætlun ferða sett upp m.v. áætlunarflug til og frá Reykjavík
Ný tímatafla
wp.straeto.is

Leið 78 Siglufjörður – Akureyri

  • Ekur í öllum ferðum inn á Akureyrarflugvöll og fyrir utan morgunferðina er tímaáætlun ferða sett upp m.v. áætlunarflug til og frá Reykjavík
  • Breytt akstursleið innan Akureyrar í , stoppar áfram við HA, VMA og MA en stoppistöðin Kaupvangsstræti dettur út
  • Stoppistöð fyrir Háskólann á Akureyri Borgarbraut/Háskóli dettur út og Dalsbraut/Norðurslóð kemur í staðinn
Ný tímatafla
wp.straeto.is

Leið 79 Húsavík – Akureyri

  • Tímatöflu breytt í takt við vetrarþjónustutíma Vegagerðarinnar
  • Ekur í öllum ferðum inn á Akureyrarflugvöll og fyrir utan morgunferðina er tímaáætlun ferð setta upp m.v. áætlunarflug til og frá Reykjavík
  • Breytt akstursleið innan Akureyrar í , stoppar áfram við HA, VMA og MA
  • Stoppistöð fyrir Háskólann á Akureyri Borgarbraut/Háskóli dettur út og Dalsbraut/Klettaborg kemur í staðinn
Ný tímatafla
wp.straeto.is