Mikilvægt er að viðskiptavinir sem ætla sér að nota Strætó á landsbyggðinni fylgist með veðurspám. Þegar vont er veður og/eða færð er slæm, tekur Strætó öryggi farþega og starfsfólks fram yfir tímaáætlun.
Viðmið VÍS og Strætó
Gefnar skulu út viðvaranir til bílstjóra vöruflutninga og fólksflutningaökutækja þegar meðal vindhraði er orðinn eftirfarandi:
Viðvörun 1 Stormviðvörun 20 m/s. Hviður geta farið í 26 – 29 m/s.
Viðmið | Þyngri farartæki | Léttari faratæki |
---|---|---|
20 m/s | Fulllestaðir flutningabílar og hópferðabílar með mjög góða sætanýtingu og farangur. | Léttir flutningabílar með engan, lítinn eða léttan farm sem og tómir eða hálftómir hópferðabílar. |
Þurrt/Bleyta | Akið varlega. Hviður geta tekið verulega í bílinn. | Kannið vel aðstæður framundan því hviður geta feykt bílnum út af. |
Hálka | Kannið vel aðstæður framundan því hviður geta feykt bílnum út af. Ráðlagt að keðja bílinn. | Keðja skal vörubíla. Hópferðabílar skulu vera á góðum negldum dekkjum og þá skal keðja ef hægt er. |
Viðvörun 2 Stormviðvörun 24 m/s. Hviður geta farið í 30 – 35 m/s.
24 m/s | Fulllestaðir flutningabílar og hópferðabílar með mjög góða sætanýtingu og farangur. | Léttir flutningabílar með engan, lítinn eða léttan farm sem og tómir eða hálftómir hópferðabílar. |
Þurrt/Bleyta | Kannið vel aðstæður framundan og stöðvið og bíðið ef grunur er um að veður sé að versna eða hviður að aukast. Akið undir leyfilegum hámarkshraða. | Ekki ráðlagt að halda áfram eða aka um þekkta hviðustaði. Akið undir leyfðum hámarkshraða, fylgist vel með umhverfinu (grasi, trjám og yfirborði vatna) og snúið bílnum upp í veðrið ef vart verður við hviður og stöðvið. |
Hálka | Haldið hraða verulega niðri. Keðja skal vörubíla. Hópferðabílar skulu vera á góðum negldum dekkjum og þá skal keðja ef hægt er. | Skilyrðislaust stopp. |
Viðvörun 3 Stormviðvörun 28 m/s. Hviður geta farið yfir 35 m/s.
28 m/s | Fulllestaðir flutningabílar og hópferðabílar með mjög góða sætanýtingu og farangur. | Léttir flutningabílar með engan, lítinn eða léttan farm sem og tómir eða hálftómir hópferðabílar. |
Þurrt/Bleyta | Skilyrðislaust stopp. | Skilyrðislaust stopp. |
Hálka | Skilyrðislaust stopp. | Skilyrðislaust stopp. |