Markmið fræðslustefnu er að tryggja að starfsfólk fái nauðsynlega starfsþjálfun og fræðslu.
Með þjálfun og fræðslu er starfsfólk betur í stakk búið til að takast á við verkefni sín, auka hæfni, færni og þekkingu. Þannig er stuðlað að bættri frammistöðu og árangri í starfi með ánægju að leiðarljósi.
Fræðslustefna byggir á stefnu, framtíðarsýn og gildum Strætó þar sem áhersla er lögð á að veita góða þjónustu til viðskiptavina ásamt því að efla almenningssamgöngur. Framtíðarsýn Strætó felst í að verða mikilvægasti hlekkurinn í samgöngukeðju höfuðborgarsvæðisins ásamt því að vera dýnamískt þekkingarfyrirtæki og eftirsóknarverður vinnustaður. Þá stefnir Strætó á að búa yfir kolefnislausum vagnaflota.
Gildin eru áreiðanleiki, drifkraftur og samvinna
Til að framfylgja fræðslustefnu mun Strætó leggja áherslu á eftirtalin atriði:
- Að viðskiptavinir fái góða þjónustu og jákvæða upplifun af fyrirtækinu
- Að viðhalda og auka öryggi starfsmanna og viðskiptavina.
- Að efla fræðslu og þekkingu starfsmanna á sjálfbærni og umhverfismálum með heimsmarkmið SÞ að leiðarljósi
- Að gera fyrirtækið að eftirsóknarverðum vinnustað.
Árlega er tekið saman yfirlit yfir stöðu fræðslumála.