Föstudaginn 22. desember 2025 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. og hófst hann kl. 12:00.
Mætt voru:
- Kristín Thorarensen (KT)
- Lovísa Jónsdóttir (LJ)
- Magnús Örn Guðmundsson (MÖG)
- Andri Steinn Hilmarsson (ASH)
- Hrannar B Eyjólfsson (HBE)
- Alexandra Briem (AB)
Fundinn sat einnig Jóhannes Rúnarsson (JR) og Sigurborg Þórarinsdóttir sem ritaði fundargerð.
1. Nýtt félag
Farið var yfir samstarf stjórnar Strætó og stjórnar Almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins næstu mánuði. Lögð fram drög að viljayfirlýsingu milli félaganna. Stjórn heimilar framkvæmdastjóra að skrifa undir fyrir hönd stjórnar.
2. Starfskjaranefnd
Framkvæmdastjóri og Sigurborg Þórarinsdóttir viku af fundi fyrir þennan lið.
Farið var yfir starfskjarastefnu, starfsreglur starfskjaranefndar og aðrar niðurstöður nefndar. Einnig voru lagðar fram fundargerðir starfskjaranefndar fyrir fundi nefndarinnar árið 2025. Stjórnin samþykkti tillögur starfskjaranefndar.
Fundi slitið 13:30.