Föstudaginn 12. desember 2025 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. og hófst hann kl. 07:30.
Mætt voru:
- Kristín Thorarensen (KT)
- Lovísa Jónsdóttir (LJ)
- Magnús Örn Guðmundsson (MÖG)
- Andri Steinn Hilmarsson (ASH)
- Hrannar B Eyjólfsson (HBE)
- Alexandra Briem (AB)
Fundinn sátu einnig Jóhannes Rúnarsson (JR) og Sigurborg Þórarinsdóttir sem ritaði fundargerð.
1. Hleðsluútboð
Sigurður Guðjón Jónsson, ráðgjafi frá Cowi og Hrafn Leó Guðjónsson, ráðgjafi frá Enord komu á fundinn og fóru yfir stöðuna á nýju útboði um hleðsluinnviði.
Stjórn heimilar framkvæmdastjóra að auglýsa að nýju útboð um hleðsluinnviði.
2. Starfsáætlun 2026
Drög að starfsáætlun 2026 lögð fram. Stjórn samþykkir framlagða starfsáætlun.
3. Vagnastaða
Framkvæmdastjóri fór yfir vagnastöðu Strætó. Málið verður rætt frekar á næsta fundi.
4. Nýtt félag
Örn Guðmundsson, stjórnarformaður Almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins ohf. og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, ráðgjafi frá Expectus komu á fundinn og fóru yfir stöðuna, kynntu drög að samstarfi, verkefni næstu vikna og samstarf við stjórn Strætó næstu vikurnar.
Alexandra og Jóhannes fóru yfir starfsmannafund sem haldinn var með starfsmönnum Strætó. Umræðum verður framhaldið á næsta fundi.
Fundi slitið 10:05.