Föstudaginn 14. nóvember 2025 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. og hófst hann kl. 07:30.
Mætt voru:
- Kristín Thorarensen (KT)
- Lovísa Jónsdóttir (LJ)
- Magnús Örn Guðmundsson (MÖG)
- Andri Steinn Hilmarsson (ASH)
- Hrannar B Eyjólfsson (HBE)
- Alexandra Briem (AB)
Fundinn sátu einnig Jóhannes Rúnarsson (JR) og Sigurborg Þórarinsdóttir sem ritaði fundargerð.
1. Innri endurskoðun
Framkvæmdastjóri fór yfir tilboð Deloitte í innri endurskoðun og drög að endurskoðunaráætlun sem er til umsagnar hjá endurskoðunarnefnd Strætó.
2. Hleðsluútboð
Umræður um útboð á hleðsluinnviðum. Framkvæmdastjóra falið að senda út tilkynningu um niðurstöðu útboðs í samræmi við ákvörðun stjórnar. Guðmundur Siemsen, lögmaður og Sigurður Guðjón Jónsson, ráðgjafi frá Cowi sátu fundinn undir þessum lið.
3. Árshlutauppgjör janúar til september 2025
Elísa Kristmannsdóttir, fjármálastjóri Strætó fór yfir árshlutauppgjör. Stjórn samþykkir árshlutauppgjörið.
Starfsáætlun 2026
Umræður um starfsáætlun 2026 í ljósi fyrirhugaðra breytinga á skipulagi almenningssamgangna. Rætt áfram á næsta stjórnarfundi.
5. Vagnastaðan
Framkvæmdastjóri fór yfir vagnastöðu. Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Fundi slitið 10:00