Föstudaginn 10. október 2025 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. og hófst hann kl. 07:30.


Mætt voru:

  • Kristín Thorarensen (KT)
  • Lovísa Jónsdóttir (LJ)
  • Magnús Örn Guðmundsson (MÖG)
  • Hjördís Ýr Johnsen ( HÝJ)
  • Hrannar B Eyjólfsson (HBE)
  • Alexandra Briem (AB)

Fundinn sátu einnig  Jóhannes Rúnarsson (JR) og Sigurborg Þórarinsdóttir (SÞ) sem ritaði fundargerð.


1. Gjaldskrá

Í samræmi við forsendur fjárhagsáætlunar ársins 2026 samþykkti stjórn að hækka gjaldskrá um 3% til 3,4% frá 1. janúar 2026.

2. Sölutölur

Markús Vilhjálmsson, sviðsstjóri sölu, markaðs og þjónustu fór yfir sölutölur til loka september.

3. Öryggi í Strætó

Markús Vilhjálmsson, sviðstjóri sölu, markaðs og þjónustu fór yfir hugmyndir í tengslum við aukið öryggi í strætó. Sviðsstjóra falið að vinna hugmyndina áfram og taka saman tölfræði tengda málefninu.

4. Borgarlínuverkefni og nýtt leiðanet

Ragnheiður Einarsdóttir, deildarstjóri skipulags og leiðakerfis fór yfir stöðu verkefna og tímalínu.

5. Áhrif breytinga á tímatöflu

Framkvæmdastjóri fór yfir áhrif breytinga á umferðarflæði á núverandi tímatöflur.

6. Leiðakerfisbreytingar

Framkvæmdastjóri fór yfir fyrirhugaðar breytingar á leiðaneti á næsta ári.

7. Forgangsaðgerðir

Daði Baldur Ottósson og Ásmundur Jóhannsson samgöngusérfræðingar frá Elfu kynntu drög að niðurstöðu forgangsaðgerða á umferðarflæði til að auka áreiðanleika Strætó.

8. Seinkanir

Farið yfir áhrif seinkana á rekstur samninga. Stjórn heimilaði framkvæmdastjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

9. Innra eftirlit

Elísa Kristmannsdóttir, fjármálastjóri fór yfir aðgerðir innra eftirlits hjá stjórnendum Strætó.  Stjórn felur fjármálastjóra að fá álit frá endurskoðendum í samræmi við umræðu á fundinum.

10. Suðurgata

Tekið var fyrir síðara erindi frá íbúa við Suðurgötu. Framkvæmdastjóra falið að svara.

Fundi slitið kl. 10:00.