Föstudaginn 12. september 2025 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. og hófst hann kl. 07:30.
Mætt voru:
- Kristín Thorarensen (KT)
- Lovísa Jónsdóttir (LJ)
- Ragnhildur Jónsdóttir (RJ)
- Andri Steinn Hilmarsson (ASH)
- Hrannar B Eyjólfsson (HBE)
- Alexandra Briem (AB)
Fundinn sat einnig Jóhannes Rúnarsson (JR) og Sigurborg Þórarinsdóttir (SÞ) sem ritaði fundargerð.
1. Fjárhagsáætlun 2026
Framkvæmdastjóri fór yfir fyrstu drög að fjárhagsáætlun 2026. Helstu forsendur eru þjóðhagsspá frá júlí 2025. Áætlun er skipt upp miðað við að starfsemi verði með sambærilegum hætti árið 2026, milli Strætó, Pant og nýs félags. Vinna að fjárhagsáætlun nýs félags þarf að vinna nánar með forsvarsmönnum félagsins.
Framkvæmdastjóra falið að boða til annars fundar fljótlega til frekari umræðu varðandi þennan lið.
2. Hleðsluútboð
Tilboð voru opnuð 5. september og bárust tilboð frá 6 aðilum. Ráðgjafar Strætó eru að fara yfir tilboðin. Ragnhildur Jónsdóttir vék af fundi undir umræðu um þennan lið.
3. Einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og ofbeldi
Sigurborg Þórarinsdóttir, sviðsstjóri mannauðs- og gæðasviðs fór yfir tillögu að endurbættri EKKO stefnu.
Stjórn samþykkir nýja stefnu í samræmi við umræður.
4. Útboð
Framkvæmdastjóri leggur fram tillögu varðandi að Strætó óski eftir tilboðum í leigu á rafvögnum.
Málið verður skoðað áfram.
5. Fargjaldatekjur
Markús Vilhjálmsson, sviðsstjóri sölu-, markaðs- og þjónustumála fór yfir fargjaldagreiningu á vöruflokkum Strætó.
6. Aðgengi fyrir öll
Strætó í samstarfi við Blindrafélagið hefur hannað lausn sem auðveldar aðgengi blindra- og sjónskertra að almenningssamgöngum. Búið er að setja upp lausnina við leið 13 og 14. Næstu skref eru að setja þetta upp á öllum leiðum.
7. Breytingarstjórnun og staða stofnunar nýs félags
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu mála og hvað er framundan varðandi stofnun nýs félags.
8. Hljóðmælingar
Reglulega koma ábendingar um hljóðmengun frá vögnum. Mælt var hljóðstig vagna og eru þau í samræmi við reglugerð um hljóðstig.
9. Innri endurskoðun
Samningur við Deloitte er að renna út varðandi innri endurskoðun. Framkvæmdastjóra falið að ganga til samninga við Deloitte.
10. Suðurgata
Tekið var fyrir erindi frá íbúa við Suðurgötu. Framkvæmdastjóra falið að svara.
Fundi slitið kl. 9:30.