Föstudaginn 13. júní 2025 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. og hófst hann kl. 07:30.
Mætt voru:
- Kristín María Thoroddsen (KMT)
- Lovísa Jónsdóttir (LJ)
- Magnús Örn Guðmundsson (MÖG)
- Andri Steinn Hilmarsson (ASH)
- Hrannar B Eyjólfsson (HBE)
- Alexandra Briem (AB)
Fundinn sat einnig Jóhannes Rúnarsson (JR) og Sigurborg Þórarinsdóttir (SÞ) sem ritaði fundargerð.
1. Breyting í stjórn
Lagt var fram bréf frá Reykjavíkurborg, þar sem tilkynnt var að Alexandra Briem hefði verið kosinn aðalmaður í stjórn Strætó og Kristinn Jón Ólafsson kosinn varamaður. Stjórn Strætó kaus Alexöndru Briem sem formann stjórnar.
2. Almenningssamgöngur ohf.
Haraldur Flosi Tryggvason Klein tók sæti á fundinum í gegnum fjarfundarbúnað. Kynning fór fram á lögfræðilegum þáttum tengdum endurskipulagningu á almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu.
Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSH sat fundinn undir þessum lið.
3. Strætó bs. og næstu skref
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu vinnuhóps Strætó vegna breytinga á fyrirkomulagi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.
Stjórn felur framkvæmdastjóra að óska eftir eigendafundi og ræða nánar útfærsluna og heimild stjórnar til að ganga frá sölu og yfirfærslu eigna vegna breytinga á fyrirkomulagi almenningssamgangna.
Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSH sat fundinn undir þessum lið.
4. Einelti, áreiti og ofbeldi
Sigurborg Þórarinsdóttir, sviðsstjóri mannauðs- og gæðasviðs kynnti stöðu mála.
5. Umhverfismál og heimsmarkmið
Sigurborg Þórarinsdóttir, sviðsstjóri mannauðs- og gæðasviðs kynnti stöðu mála.
6. Sölutölur
Markús Vilhjálmsson, sviðsstjóri sölu- markaðs- og þjónustussviðs fór yfir sölutölur og samanburð við fjárhagsáætlun.
7. Gjaldskrá
Umræður um gjaldskrá og verður þeim haldið áfram á næsta fundi.
8. Vagnaleiga
Framkvæmdastjóri fór yfir valkosti við leigu á vögnum til skemmri tíma.
Stjórn samþykkir að fela framkvæmdastjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Fundi slitið kl. 9:40.