Föstudaginn 11. apríl 2025 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. og hófst hann kl. 07:30.


Mætt voru:

  • Kristín María Thoroddsen (KMT)
  • Lovísa Jónsdóttir (LJ)
  • Ragnhildur Jónsdóttir (RJ)
  • Andri Steinn Hilmarsson (ASH)
  • Hrannar B Eyjólfsson (HBE)
  • Dóra Björt Guðjónsdóttir (DBG).

Fundinn sat einnig Jóhannes Rúnarsson (JR) og Sigurborg Þórarinsdóttir (SÞ) sem ritaði fundargerð.


1. Drög að árshlutauppgjöri

Kynning fór fram á drögum að 3ja mánaða uppgjöri.

Elísa Kristmannsdóttir, fjármálastjóri, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.


2. Leiðarkerfisbreytingar

Kynning fór fram á fyrirhuguðum leiðarkerfisbreytingum á leið 4.

Framkvæmdarstjóra falið að kynna fyrirhugaða breytingu fyrir hagaðilum.


3. Gufunes og Kjalarnes

Kynning á fyrirhuguðum leiðarkerfisbreytingum í Gufunesi og á Kjalarnesi.

Framkvæmdarstjóra falið að rýna í pöntunarþjónustuna betur og skoða mögulegar úrbætur.

Fyrirhuguðum breytingum vísað til meðferðar hjá umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur.

4. Umboðsmaður barna og ungmenni

Lagt fram bréf og niðurstöður fundar með umboðsmanni barna auk tillögum frá ungmennaráði Grafarvogs, ungmennaráði Reykjavíkur og ungmennaráði Hafnarfjarðar.

Framkvæmdastjóra falið að taka saman kostnaðarmat og meta leiðir til að mæta tillögunum eins og við á og skila umsögn til stjórnar.

Stjórn þakkar góðar tillögur.

5. Vagnaleiga

Lagt fram tilboð í vagnaleigu til umræðu.

6. Talningabúnaður í vagna

Lagt fram minnisblað um talningarbúnað í vagna.

Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

7. Verkefnahópur um innleiðingu breytinga

Tillaga um að stofna verkefnahóp sem hefur yfirumsjón með breytingum á rekstri Strætó.

Framkvæmdastjóra falið að kalla hópinn saman eftir páska.

8. Áhættugreining

Kynnt var áhættugreining, skjal trúnaðarmerkt.

Stefanía Scheving Thorsteinsdóttir, áhættustjóri Reykjavíkurborgar, Birgir Björn Sigurbjörnsson, ráðgjafi, Halldóra Káradóttir, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, Ásthildur Helgadóttir, sviðstjóri umhverfissviðs Kópavogs og Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur SSH tóku sæti undir þessum lið.

 

Fundi slitið 10:00