Föstudaginn 28. febrúar 2025 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. og hófst hann kl. 07:30.


Mætt voru:

  • Kristín María Thoroddsen (KMT)
  • Lovísa Jónsdóttir (LJ)
  • Dagbjört S. Oddsdóttir (DSO)
  • Andri Steinn Hilmarsson (ASH)
  • Hrannar B Eyjólfsson (HBE)
  • Dóra Björt Guðjónsdóttir (DBG).

Fundinn sat einnig Jóhannes Rúnarsson (JR) og Sigurborg Þórarinsdóttir (SÞ) sem ritaði fundargerð.


1. Nýtt félag og Strætó bs.

Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSH og Birgir Björn Sigurbjörnsson, ráðgjafi komu á fundinn og fóru yfir stöðuna og verkefnin framundan. Tímalína verkefnis var rædd og lögfræðileg álitamál sem uppi eru.


2. Innri endurskoðunarskýrsla 2024

Lovísa Ólafsdóttir frá Deloitte og Sigrún Guðmundsdóttir frá endurskoðunarnefnd Strætó mættu á fundinn og Sara Fönn Jóhannesdóttir frá Deloitte tók þátt í gegnum fjarfundabúnað. Fulltrúar Deloitte fóru yfir skýrslu innri endurskoðunar á innra eftirliti hjá Strætó. Sigrún Guðmundsdóttir fylgdi eftir áliti nefndarinnar á skýrslu innri endurskoðunar. Niðurstaðan var sú að ferlið gekk mjög vel, góð úttekt og viðhorf og viðbrögð stjórnenda Strætó til fyrirmyndar.  Elísa Kristmannsdóttir, fjármálastjóri Strætó sat fundinn undir þessum lið.


3. Garðabær

Hrannar B. Eyjólfsson, fulltrúi Garðabæjar  fór yfir ábendingar frá ungmennum í Garðabæ varðandi netið í Strætó, viðhorf vagnstjóra til ungmenna,  Klappið og áreiðanleika kerfisins.

Önnur mál

Skýrsla endurskoðunarnefndar fyrir árið 2024 var lögð fram til kynningar.

Fundi slitið kl. 9:45.