Þriðjudaginn 2. apríl 2024 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. og hófst hann kl. 8:00.


Mætt voru: 

  • Andri Steinn Hilmarsson (ASH)
  • Lovísa Jónsdóttir (LJ)
  • Kristín Thoroddsen (KT)
  • Hrannar Bragi Eyjólfsson (EBH)
  • Alexandra Briem (AB)

Fundinn sat einnig Jóhannes S. Rúnarsson (JSR), framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.


1. Útboð á akstri

Sigurður Guðjón Jónsson, sérfræðingur hjá Cowi og Guðmundur Siemsen lögmaður sátu fundinn undir þessum lið. Framkvæmdastjóri fór yfir stöðuna í útboðinu og næstu skref. Lagt var fram minnisblað frá Guðmundi Siemsen, lögmanni dagsett 1. apríl 2024. Umræður urðu um tillögu til eigenda þar sem lagt er til að haldið verði áfram með útboðið. Miðað við fyrirliggjandi verðtillögur er tilboðsverð hærra en fjárhagsáætlun ársins 2024. Búið er að boða til eigendafundar miðvikudaginn 3. apríl 2024 þar sem útboðsmálið er á dagskrá.


Önnur mál

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 8:45.