Föstudaginn 15. nóvember  2023 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. og hófst hann kl.  08:00. Fundurinn var haldinn að Hesthálsi 14.


Mætt voru: 

  • Þór Sigurgeirsson (ÞS)
  • Alexandra Briem (AB)
  • Hrannar Bragi Eyjólfsson (HBE)
  • Andri Steinn Hilmarsson (ASH)
  • Lovísa Jónsdóttir (LJ)
  • Kristín Thoroddsen (KT)

Fundinn sat einnig Jóhannes S. Rúnarsson (JSR), framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð.


1. Útboð á akstri nr. 15887

Lagt var fram minnisblað frá Guðmundi Siemsen, lögmanni og Sigurði Guðjón Jónssyni, ráðgjafa frá Mannviti um tilgang og markmið Strætó bs með nýju innkaupaferli við útboð á akstri. Helstu atriði eru að skýra og einfalda útboðsgögn og eftir atvikum minnka áhættuþætti við framkvæmd þjónustunnar á samningstímanum.

Framkvæmdastjóra var falið að hefja undirbúning að nýju innkaupaferli í samræmi við umræður á fundinum og upplýsa stjórn reglulega um stöðu mála.


Önnur mál

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 9:30.