Breytingar urðu á næturstrætó vegna framkvæmda við Hlemm sem tóku gildi helgina 7. – 9. júní.

Athugið að eina biðstöðin sem dettur út er biðstöðin Hlemmur.

 • 101 verður alveg eins, fyrir utan að biðstöðin Hlemmur dettur út og biðstöðin: Snorrabraut við Hlemm dettur út þar sem vagninn stoppar á stoppinu Laugavegur sem er við hliðina
 • 103 verður alveg eins, fyrir utan að fyrsta stopp verður Laugavegur og biðstöðin Hlemmur dettur út.
 • 104 keyrir Borgartún í stað Hlemms
  • Biðstöðvar sem bætast við: Rúgbrauðsgerðin og Höfðatorg, Hlemmur dettur út
 • 105 keyrir Borgartún í stað Hlemms
  • Biðstöðvar sem bætast við: Rúgbrauðsgerðin og Höfðatorg, Hlemmur dettur út
 • 106 verður alveg eins fyrir utan að biðstöðin: Snorrabraut við Hlemm dettur út þar sem vagninn stoppar á stoppinu Laugavegur sem er við hliðina

Brottfarir úr miðbænum um helgar

Fargjöld

 • Stakt fargjald í næturstrætó er 1260 kr. en það jafngildir tvöföldu fargjaldi – Stök fargjöld gilda ekki þ.m.t. afsláttarfargjöld
 • Hægt er að kaupa sérstaka næturmiða í Klapp greiðslukerfi
 • Handhafar mánaðar- og árskorta geta notað kortin sín um borð í næturstrætó
 • Ekki verður hægt að greiða með greiðslukorti um borð í næturstrætó
 • Hægt er að borga með reiðufé