Vetraráætlun mun nú hefjast á nokkrum leiðum á landsbyggðinni.
Þann 28. ágúst hefst vetraráætlun á leið 59.
Þann 30. ágúst hefst vetraráætlun á leið 56.
Þann 1. september hefst vetraráætlun á leið 94 en þá verður ekki lengur stoppað í Breiðdalsvík og stoppistöðin á Höfn verður einungis á flugvellinum.
Leið 93 mun einnig breytast en frá og með 10. september mun aukaferðin á leiðinni færast yfir á miðvikudaga í takt við siglingar Norrænu.
Leiðir 61 og 62 á Vestfjörðum hætta akstri 31. ágúst.
Akstur er þegar hafinn á leiðum 63, 64, 65 og 81 en aksturinn á þessum leiðum miðast við skóladagatal og því einungis ekið á skóladögum.