VÆB vagninn er kominn á fulla ferð en hann er skemmtilega skreyttur í silfurstíl með myndum af þeim VÆB bræðrum. Vagninn flutti þá einmitt ásamt öðrum Júróvisjón förum út á Keflavíkurflugvöll þegar haldið var til Sviss í síðustu viku. Nú keyrir vagninn almennar strætóleiðir en hægt er að sjá hvar hann er staðsettur og hvaða leið hann keyrir þar sem hann er sérmerktur á rauntímakorti Strætó.

Við óskum VÆB bræðrum góðs gengis á stóra sviðinu á þriðjudaginn. Áfram Ísland!

Fylgstu með VÆB vagninum