Árið fer svo sannarlega vel af stað fyrir Strætó og æ fleiri ferðir eru farnar með vögnum Strætó enda almenningssamgöngur vistvænn og hagkvæmur kostur. Janúar og febrúar voru metmánuðir en aldrei hafa fleiri innstig mælst í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu í þessum mánuðum, síðan reglulegar mælingar hófust. Í janúar voru rúmlega 1.121.000 innstig en flest innstig voru áður mæld í fyrra en þá voru þau 1.119.000. Í febrúar mældust tæplega 1.179.000 innstig en flest innstig voru áður mæld í febrúar í fyrra eða 1.069.000.

Þess má að geta að árið í fyrra var sannkallað metár þar sem aldrei fleiri innstig hafa mælst yfir árið á höfuðborgarsvæðinu en þá eða 12,64 milljón innstiga.

Við erum þakklát fyrir þessar góðu móttökur og vonumst til að sjá sem flesta í strætó á árinu.

Innstig 2019 - 2024 (jan og feb ´24)

  • 2019
  • 2020
  • 2021
  • 2022
  • 2023
  • 2024