Fréttir
28. okt. 2025

Truflanir á leiðakerfi en akstri haldið áfram

Truflanir hafa orðið á leiðakerfi Strætó þar sem margir vagnar eru fastir vegna færðar og umferðar. Akstri verður þó haldið áfram eftir bestu getu og lögð áhersla á að vagnar séu á hverri leið.

Þjónustuver Strætó er opið, en móttaka á Hesthálsi mun loka kl. 14:00. Samkvæmt tilkynningu frá aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins er fólk hvatt til að huga að heimferð sem allra fyrst, þar sem veður og færð versna eftir því sem líður á daginn.

Appelsínugul veðurviðvörun tekur gildi kl. 17:00 og hefur hún þegar áhrif víða um land. Margar ferðir á landsbyggðinni hafa verið felldar niður, en hægt er að fylgjast með stöðu ferða undir Tilkynningar.

Við þökkum farþegum fyrir þolinmæðina og skilninginn.