Fréttir
13. ágúst 2025

Þjónustuaukning Strætó hefst 17. ágúst

Strætó mun stórauka þjónustu sína en frá og með 17. ágúst 2025 verður umfangsmikil þjónustuaukning í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu.


Með þessari breytingu verður mikilvægt skref stigið í átt að betri og aðgengilegri almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfall íbúa sem búa innan 400 metra frá stoppistöð með 10 mínútna tíðni á annatíma fer úr um 18% í rúmlega 50%.

Markmiðið með breytingunum er að bæta aðgengi íbúa að samgöngum með góðri tíðni og auka þannig notkun almenningssamgangna.

Þjónustuaukningin er liður í Samgöngusáttmálanum og rekstraráætlun Strætó, auk þess að vera undirbúningur fyrir Nýtt leiðanet sem tekur gildi árið 2031. Nú þegar styttist í breytingarnar er mikilvægt að notendur kynni sér þær vel.


Við stórbætum þjónustuna

  • Aukin þjónusta í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu
  • Lengri þjónustutími á kvöldin
  • Styttri ferðatími frá Kópavogi og Breiðholti með nýrri forgangsakrein
  • Lengri þjónustutími á Kjalarnesi og stóraukin tíðni

Búið er að uppfæra leiðavísinn og því geta notendur fundið bestu leiðina fyrir sig í Skipuleggja ferð með því að velja dagsetninguna 17. ágúst eða síðar þegar þjónustuaukningin hefst.


Allar breytingar

Leið Breyting frá og með 17. ágúst Ný tímatafla
1
  • Lengri þjónustutími á kvöldin
Ný tímatafla
2
  • Lengri þjónustutími á kvöldin
  • Tímatafla lagfærð
Ný tímatafla
3
  • 10 mín tíðni á annatíma
  • 15 mín tíðni utan annatíma
  • Lengri þjónustutími á kvöldin
Ný tímatafla
4
  • Lengri þjónustutími á kvöldin
  • Leiðin breytir akstursleið – fer um Kringlumýrarbraut vegna nýrrar forgangsakreinar og ekur því ekki um Miklubraut og Háaleitisbraut.
Ný tímatafla
5
  • 10 mín tíðni á annatíma
  • 15 mín tíðni utan annatíma
  • Tímatafla lagfærð
  • Lengri þjónustutími á kvöldin
Ný tímatafla
6
  • 10 mín tíðni á annatíma
  • Lengri þjónustutími á kvöldin
Ný tímatafla
7
  • Lengri þjónustutími á kvöldin
Ný tímatafla
11
  • Lengri þjónustutími á kvöldin
Ný tímatafla
12
  • 10 mín tíðni á annatíma
  • 15 mín tíðni utan annatíma
  • Lengri þjónustutími á kvöldi
Ný tímatafla
15
  • 15 mín tíðni milli annatíma virka daga
  • Lengri þjónustutími á kvöldin
Ný tímatafla
18
  • Lengri þjónustutími á kvöldin
Ný tímatafla
19
  • 15 mín tíðni á annatíma
  • Lengri þjónustutími á kvöldin
Ný tímatafla
21
  • 15 mín tíðni á annatíma
  • Lengri þjónustutími á kvöldin
Ný tímatafla
22
  • Verður ekki lengur í pöntunarþjónustu á kvöldin og um helgar heldur ekur skv. tímatöflu.
  • 30 mín tíðni virka daga og um helgar
  • Síðasta ferð á leið 22 verður kl. 22:14
Ný tímatafla
23
  • Verður ekki lengur í pöntunarþjónustu á kvöldin og um helgar heldur ekur skv. tímatöflu.
  • 30 mín tíðni virka daga og um helgar
  • Síðasta ferð á leið 23 verður kl. 22:17
Ný tímatafla
24
  • 15 mín tíðni á annatíma
  • Hjáleið um Dvergshöfða hættir þar sem framkvæmdum er lokið og leiðin ekur aftur um Stórhöfða.
Ný tímatafla
25
  • Leiðinni verður skipti í tvo leggi:
    Spöngin – Gufunes
    Gufunes – Spöngin
  • Þetta er gert til að tímasetja ferðir betur við aðrar ferðir til og frá Spönginni.
Ný tímatafla
29
  • Tíðni verður stóraukin
  • Lengri þjónustutími á kvöldin
Ný tímatafla