Þjónusta Strætó verður með breyttu sniði á Menningarnótt.
Frítt verður í skutluþjónustu og þegar miðborgin verður tæmd að lokinni flugeldasýningu.
Aukin tíðni verður á ferðum Strætó yfir daginn og gildir almennt fargjald í þær.
Vegna götulokana verður BSÍ endastöð niður í bæ fyrir flestar leiðir um daginn – til um 15:00.
Eftir um kl. 15:00 tekur Skúlagata við sem endastöð.
Einhverjar lokanir verða fyrir akandi umferð í miðborginni þegar Menningarnótt fer þar fram á laugardag.
Borga þarf almennt fargjald í strætó og næturstrætó sem tekur við um eittleytið en handhafar mánaðar- og árskorta geta notað kortin sín um borð í næturstrætó.
Leið 1
- mun aka á 15 mín. tíðni frá ca. kl. 7 – 10
- mun aka á 10 mín. tíðni frá ca. kl. 10 – 18
- mun aka á 15 mín. tíðni ca. frá kl. 18 – 21:30 (þar til tæming frá miðborg hefst)
Leið 6
- mun aka á 15 mín. tíðni ca. frá kl. 7 – 21:30 (þar til tæming frá miðborg hefst)
Leiðir 2, 3, 4, 5, 11, 12, 13, 14 og 15
- munu aka á 15 mín tíðni frá kl. 7/8 – 18
- munu aka á 30 mín tíðni frá kl. 18 – 21:30 (þar til tæming frá miðborg hefst)
Við biðjum viðskiptavini að kynna sér vel áætlun Strætó í leiðavísinum og finna ferð, áður en haldið er af stað á Menningarnótt, þar sem tímasetningar ferða geta verið aðrar en venjulega vegna aukinnar tíðni og lokana gatna í borginni. Hægt er að skoða tíðnina í tímatöflum þessara leiða undir 23. ágúst.
Vagnar gætu þurft að aka óhefðbundna leið vegna lokana og geta því akstursleiðir breyst yfir daginn. Tilkynnt verður um hjáleiðir undir Stöðu ferða. — Hægt er að fylgjast með för vagnanna í Klappinu eða á straeto.is til að sjá hvar vagnarnir eru.
Hægt er að greiða í Strætó á höfuðborgarsvæðinu, með:
- Snertilausri greiðslu
- Klappinu appi í síma
- Áfyllanlegu Klapp korti
- Klapp tíu
Nánari upplýsingar á Klappid.is
Leiðakerfi rofið kl. 21:30
Kl. 21:30 verður leiðakerfi Strætó á höfuðborgarsvæðinu rofið og öllum tiltækum vögnum verður beint að Sólfarinu við Sæbraut.
Það kostar ekkert í þessar ferðir.
Þetta eru síðustu ferðir Strætó áður en leiðakerfið verður rofið fyrir flugeldasýningu:
Leiðakerfið verður svo aftur sett í gang í breyttri mynd kl. 22:20.
1 | Kl. 21:35 frá Skúlagötu | Kl. 21:34 frá Skarðshlíð. |
2 | Kl. 21:24 frá HÍ | Kl. 21:16 frá Mjódd |
3 | Kl. 21:25 frá Granda | Kl. 21:21 frá Mjódd |
4 | Kl. 21:19 frá Skúlagötu | Kl. 21:21 frá Mjódd |
5 | Kl. 21:23 frá HR | Kl. 21:33 frá Norðlingaholti |
6 | Kl. 21:33 frá HÍ | Kl. 21:33 frá Egilshöll |
7 | Kl. 21:34 frá Tungubökkum | Kl. 21:35 frá Egilshöll |
11 | Kl. 21:20 frá Mjódd | Kl. 21:22 frá Eiðistorgi |
12 | Kl. 21:20 frá Skerjafirði | Kl. 21:37 frá Ártúni |
13 | Kl. 21:10 frá Sléttuvegi | Kl. 21:38 frá Öldugranda |
14 | Kl. 21:29 frá Granda | Kl. 21:10 frá Verzló |
15 | Kl. 21:15 frá Reykjavegi | Kl. 21:30 frá Flyðrugranda |
18 | Kl. 21:36 frá Spöng | Kl. 21:44 frá Skúlagötu |
19 | Kl. 21:18 frá Kaplakrika | Kl. 21:22 frá Ásvallalaug |
21 | Kl. 21:11 frá Álfholti | Kl. 21:22 frá Mjódd |
24 | Kl. 21:19 frá Spöng | Kl. 21:03 frá Ásgarði |
35 | Kl. 21:07 frá Hamraborg |
Undantekning: Þjónusta verður ekki rofin á leiðum: 22 og 23 og leiðum í pöntunarþjónustu 25, 26, 27 og 29.
Leiðakerfið sett aftur í gang í breyttri mynd
Þar sem dagskrá lýkur fyrr en hefur verið síðustu ár þá verður leiðakerfið sett aftur í gang í mjög breyttri mynd til að koma til móts við þá farþega sem þurfa að ferðast á milli hverfa.
Almennt fargjald gildir.
Vagnar munu ganga frá Skúlagötu frá kl. 23:20 og fara þá sömu leiðir og tæmingarleiðirnar og ganga þá í báðar áttir. Þ.e. hægt verður að taka vagninn niður í bæ einnig.
Vagnarnir munu ganga á 30 mín fresti. Síðasta ferð úr bænum er kl. 00:50. Síðasta ferð í bæinn er:
Hafnarfjörður – Frá Skarðshlíð kl. 00:20
Kópavogur – Frá Álfkonuhvarfi 00:20
Breiðholt – Frá Mjódd kl. 00:27
Úlfarsárdalur – Frá Gefjunarbrunni kl. 00:20
Norðlingaholt – Frá Selvaði kl. 00:20
Mosfellsbær – Frá Bjarkarholti kl. 00:20
Seltjarnarnes – Frá Boðagranda kl. 00:22
Hægt er að leita að þessum ferðum í Skipuleggja ferð.
Vinsamlegast fylgist með staðsetningu vagnanna á rauntímakorti.