Sumaráætlun er nú komin í gang á nokkrum landsbyggðarleiðum Strætó. Leiðir á höfuðborgarsvæðinu haldast óbreyttar.

Vesturland

Leiðir 63, 64 og 81 hætta akstri yfir sumartímann. Akstur hefst aftur 23. ágúst.

Suðurnes

Á leið 87 verða ferðir milli 10:00 og 16:00 ekki eknar milli 5.júní til 11. ágúst.

Vestfirðir

Leið 62 hefur hafið akstur skv. sumaráætlun en óvíst er hvort leið 61 verði ekin í sumar. Ekið er til 31. ágúst.

Austfirðir

Leið 94 hefur hafið akstur skv. sumaráætlun sem stendur til 17. september. Ferðir á leið 93 munu breytast í takt við siglingar Norrænu.

Aðrar leiðir á landsbyggðinni haldast óbreyttar.