Um helgina fóru Hinsegin dagar fram í 26. sinn þar sem þúsundir lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur til að taka þátt í Gleðigöngunni, fagna fjölbreytileikanum og styðja við baráttu hinsegin fólks. Strætó tók þátt í göngunni eins og undanfarin ár en Gleðivagninn í ár er listilega skreyttur verkum Hrafnhildar Arnardóttur /Shoplifter og fagnar fjölbreytileikanum á ferð sinni um höfuðborgarsvæðið. Það var auglýsingastofan Hér&Nú sem sá um hönnun Gleðivagnsins.
Hægt er að fylgjast með ferðum vagnsins á rauntímakorti Strætó en hann er merktur með:
