Fréttir
10. okt. 2025

Strætó hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

Sigurborg Þórarinsdóttir, sviðsstjóri mannauðs og gæðasviðs, tók á móti viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar fyrir hönd Strætó, á árlegri viðurkenningarathöfn sem haldin var þann 9. október sl.

Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) sem hefur að markmiði að auka jafnvægi milli kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga á Íslandi. Að þessu sinni hlutu 90 fyrirtæki, 16 sveitarfélög og 22 opinberir aðilar viðurkenninguna. Markmið Jafnvægisvogar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi var haft til hliðsjónar við matið.

Kynjahlutfall í stjórn Strætó er 50/50 en 55/45 í framkvæmdastjórn. Kynjahlutfallið meðal allra stjórnenda í stofnuninni er 60/40.

Ljósmyndir: Silla Páls