Fréttir
29. des. 2025

Skýrari aðgreining greiðslukerfa Strætó og Vegagerðarinnar


Frá og með 1. janúar 2026 verður ekki hægt að nýta fargjöld milli Klapp greiðslukerfis Strætó bs. á höfuðborgarsvæðinu og greiðslukerfis Vegagerðarinnar, sem á og rekur landsbyggðarvagna. Þetta þýðir að fargjald sem greitt er í öðru kerfinu nýtist ekki upp í greiðslu í hinu.

  • Strætó bs. sér um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu og notast við Klapp greiðslukerfið.
  • Landsbyggðarstrætó er á vegum Vegagerðarinnar, sem rekur eigið greiðslukerfi. Strætó sér um ákveðna upplýsingagjöf og þjónustu fyrir farþega. Farþegar greiða fargjald um borð í vögnunum með reiðufé, greiðslukorti eða áskriftarkorti landsbyggðarstrætó.

Við bendum farþegum á að kynna sér fargjaldaskilmála og greiðslufyrirkomulag. Þessi breyting er gerð til að skýra framkvæmd og aðgreina greiðslukerfin samkvæmt gildandi reglum.