Evrópsk samgönguvika stendur yfir frá 16. – 22. september. Þema vikunnar í ár er Samgöngur fyrir öll.


Þemanu er ætlað að hvetja alla til að vinna að samfélagi þar sem samgöngur eru í boði, aðgengilegar, á viðráðanlegu verði, öruggar og fyrir öll. Að velja almenningssamgöngur eða fara gangandi eða hjólandi verði valkostur fyrir öll.

Samgönguvika er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum og hefur Strætó tekið þátt síðan átakið hófst á Íslandi.

Fjölbreyttir og skemmtilegir viðburðir verða haldnir í tilefni af samgönguviku þ.á.m. málþingið Fjölbreyttar samgöngur fyrir öll sem haldið verður kl. 9:00 þann 18. september í Ráðhúsi Reykjavíkurborgar. Bíllausi dagurinn verður svo eins og vanalega þann 22. september.

Hægt er að kynna sér alla viðburðina á Facebook síðu samgönguviku