Fréttir
24. júní 2024

Leiðir 2, 12 og 14 hætta að aka hjáleið


Frá og með 25. júní 2024 munu leiðir 2, 12 og 14 hætta að aka hjáleið um Sæbraut og aka nú Hverfisgötu í átt að miðbænum.

Eins er framkvæmdum við biðstöðina Laugaveg, vestan megin við Snorrabraut lokið og mun því biðstöðin færast frá bráðabirgðastaðsetningu við gatnamót Grettisgötu að framtíðarstaðsetningu við gatnamót Laugavegar.