Eins og er er ekki hægt að komast inn í Klapp kerfi strætó. Þetta á við um Klapp appið og Mínar síður á klappid.is


Í nótt var gerð uppfærsla í Klapp greiðslukerfinu sem varð til þess að tenging rofnaði. Það er í algjörum forgangi að koma þessu í lag.

Vagnstjórar eru meðvitaðir um ástandið og bjóða viðskiptavini velkomna á meðan unnið er að lagfæringu.