Fréttir
25. ágúst 2022

Í túninu heima - Frítt í leiðir 7 og 15 á laugardaginn

Hátíðin „Í túninu heima“ er haldin í Mosfellsbæ 23.- 28. ágúst. Í tilefni hátíðarinnar þá verður frítt í strætóleiðir 7 og 15 yfir laugardaginn 27. ágúst.


Leið 7 ekur milli Egilshallar og Leirvogstungu með viðkomu í Helgafellshverfi. Leiðin ekur milli kl. 07:30-21:30 á laugardögum.

Leið 15 ekur milli Vesturbæjar í Reykjavík og Reykjahverfis í Mosfellsbæ. Leiðin ekur milli kl. 07:30 – 00:00 á laugardögum.

Hægt er að skoða dagskrá hátíðarinnar með því í ýta á takkann hér fyrir neðan.