Vegna framkvæmda á Grensásvegi verða hjáleiðir á leiðum 2, 14, 15 og 17 frá Hlemmi. Engar hjáleiðir eru á leiðunum í átt að Hlemmi. Áætlað er að framkvæmdir munu standa frá og með .29 janúar til og með 31. maí. Tilkynning mun koma undir Staða á ferðum og í Klappið þegar hjáleiðir byrja.

Frá Hlemmi munu leiðir 2 og 17 aka Vegmúla og Ármúla í stað Suðurlandsbrautar og Grensásvegar.

Óvirkar biðstöðvar: Laugardalshöll og Laugardalur.

Biðstöð við Ármúla hefur verið bætt við leiðirnar.

Frá Hlemmi mun leið 14 mun aka Suðurlandsbraut, Vegmúla og Ármúla í stað Gnoðarvogs, Álfheima, Suðurlandsbrautar og Grensásvegar.

Biðstöð við Ármúla hefur verið bætt við leiðina.

 

Frá Hlemmi mun leið 15 aka Suðurlandsbraut og Skeiðarvog í stað Grensásvegar og Miklubrautar. Biðstöðvarnar Heimar og Mörkin eru á þeirri hjáleið.

Óvirkar biðstöðvar: Ármúli, Grensás og Skeifan.