Ný gjaldskrá hjá Strætó tekur gildi þann 6. janúar næstkomandi. Nemur hækkunin 3 % á stökum fargjöldum og 3,6 % á tímabilskortum.
Stakt fargjald fer þannig úr 670 kr. í 690 kr. og 30 daga nemakort og kort fyrir ungmenni og aldraða fer úr 5.600 kr. í 5.800 kr.
Verð á Klapp plastkortum helst óbreytt eða 1.000 kr.
Ákvörðun um gjaldskrárbreytingu var tekin af stjórn félagsins á fundi þess 10. október sl. og er í samræmi við gjaldskrárstefnu stjórnar Strætó um að verð hækki í takt við áætlaða hækkun neysluverðsvísitölu. Gjaldskrá Strætó ber að endurskoða tvisvar á ári en síðast var gjaldskráin hækkuð 8. janúar 2025.
Gjaldskrárbreytingarnar taka til þjónustu Strætó á höfuðborgarsvæðinu en engar breytingar verða á gjaldskrá á landsbyggðinni.
Ný gjaldskrá tekur gildi þriðjudaginn 6. janúar 2026.
Gjaldskrá Strætó frá 6. janúar 2026
| Snertilausar greiðslur | 690 kr. |
| Fullorðnir | 690 kr. |
| Ungmenni | 345 kr. |
| Aldraðir | 345 kr. |
| Öryrkjar | 207 kr. |
| Börn, 11 ára og yngri | 0 kr. |
| Næturstrætó - eitt fargjald | 690 kr. |
| 30 daga | 12 mánaða | |
|---|---|---|
| Fullorðnir | 11.600 kr. | 116.000 kr. |
| Ungmenni | 5.800 kr. | 58.000 kr. |
| Aldraðir | 5.800 kr. | 58.000 kr. |
| Nemar, 18 ára og eldri | 5.800 kr. | 58.000 kr. |
| Öryrkjar | 3.480 kr. | 34.800 kr. |
| Klapp kort | 1.000 kr. |