Ný gjaldskrá hjá Strætó tekur gildi þann 8. janúar næstkomandi.

Hækkunin nemur að meðaltali 11% yfir alla fargjaldaflokka. Sem dæmi má nefna að stakt fargjald fer úr 570 kr. í 630 kr. og 30 daga nemakort fer úr 4500 kr. í 5.200 kr. Verð á Klapp plastkortum helst þó óbreytt eða 1.000 kr.

Ákvörðun varðandi gjaldskrá Strætó er tekin af stjórn félagsins og var samþykkt á eigendafundi Strætó sem haldinn var 16. október sl.

Litið var til rekstrarstöðu Strætó við ákvörðunina en uppsöfnuð áhrif vegna heimsfaraldurs Covids gætir enn í rekstrinum. Verðhækkunum er einnig ætlað að mæta almennum kostnaðarverðshækkunum hjá Strætó sem og hærri launakostnaði og draga úr þörf á frekari hagræðingu í leiðarkerfi Strætó á höfuðborgarsvæðinu.

Gjaldskrárbreytingarnar taka til þjónustu Strætó á höfuðborgarsvæðinu en engar breytingar verða á gjaldskrá á landsbyggðinni. Ný gjaldskrá tekur gildi mánudaginn 8. janúar 2024.

Gjaldskrá Strætó 8. janúar 2024

Stök fargjöld
Fullorðnir630 kr.
Ungmenni315 kr.
Aldraðir315 kr.
Öryrkjar*189 kr.
Börn, 11 ára og yngri0 kr.
Næturstrætó - eitt fargjald1.260 kr.

*Þetta verð er eingöngu í boði í Klapp greiðslukerfinu. Ekki er hægt að greiða öryrkjafargjald með reiðufé.

Tímabilskort
30 daga12 mánaða
Fullorðnir10.400 kr.104.000 kr.
Ungmenni5.200 kr.52.000 kr.
Aldraðir5.200 kr.52.000 kr.
Nemar, 18 ára og eldri5.200 kr.52.000 kr.
Öryrkjar3.120 kr.31.200 kr.
Börn, 11 ára og yngri0 kr. 0 kr.
Klapp tíur
Klapp tía Fullorðnir6.300 kr.
Klapp tía Aldraðir3.150 kr.
Klapp tía Ungmenni3.150 kr.
Plast kort
Klapp kort 1.000 kr.
Dagpassar
24 klst. 2.500 kr.
72 klst. 5.600 kr.