Ný gjaldskrá hjá Strætó tekur gildi þann 8. janúar næstkomandi.
Hækkunin nemur að meðaltali 11% yfir alla fargjaldaflokka. Sem dæmi má nefna að stakt fargjald fer úr 570 kr. í 630 kr. og 30 daga nemakort fer úr 4500 kr. í 5.200 kr. Verð á Klapp plastkortum helst þó óbreytt eða 1.000 kr.
Ákvörðun varðandi gjaldskrá Strætó er tekin af stjórn félagsins og var samþykkt á eigendafundi Strætó sem haldinn var 16. október sl.
Litið var til rekstrarstöðu Strætó við ákvörðunina en uppsöfnuð áhrif vegna heimsfaraldurs Covids gætir enn í rekstrinum. Verðhækkunum er einnig ætlað að mæta almennum kostnaðarverðshækkunum hjá Strætó sem og hærri launakostnaði og draga úr þörf á frekari hagræðingu í leiðarkerfi Strætó á höfuðborgarsvæðinu.
Gjaldskrárbreytingarnar taka til þjónustu Strætó á höfuðborgarsvæðinu en engar breytingar verða á gjaldskrá á landsbyggðinni. Ný gjaldskrá tekur gildi mánudaginn 8. janúar 2024.
Gjaldskrá Strætó 8. janúar 2024
| Fullorðnir | 630 kr. |
| Ungmenni | 315 kr. |
| Aldraðir | 315 kr. |
| Öryrkjar* | 189 kr. |
| Börn, 11 ára og yngri | 0 kr. |
| Næturstrætó - eitt fargjald | 1.260 kr. |
*Þetta verð er eingöngu í boði í Klapp greiðslukerfinu. Ekki er hægt að greiða öryrkjafargjald með reiðufé.
| 30 daga | 12 mánaða | |
|---|---|---|
| Fullorðnir | 10.400 kr. | 104.000 kr. |
| Ungmenni | 5.200 kr. | 52.000 kr. |
| Aldraðir | 5.200 kr. | 52.000 kr. |
| Nemar, 18 ára og eldri | 5.200 kr. | 52.000 kr. |
| Öryrkjar | 3.120 kr. | 31.200 kr. |
| Börn, 11 ára og yngri | 0 kr. | 0 kr. |
| Klapp tía Fullorðnir | 6.300 kr. |
| Klapp tía Aldraðir | 3.150 kr. |
| Klapp tía Ungmenni | 3.150 kr. |
| Klapp kort | 1.000 kr. |
| 24 klst. | 2.500 kr. |
| 72 klst. | 5.600 kr. |