Mánudaginn 22. september verður frítt í Strætó bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Tilefnið er bíllausi dagurinn sem er hluti af Evrópsku samgönguvikunni, sem hófst 16. september.
Bíllausi dagurinn er frábært tækifæri til að leggja bílnum til hliðar og prófa aðra ferðamáta. Hvort sem það er að hoppa upp í Strætó, hjóla, ganga eða jafnvel skokka í vinnu eða skóla.
Við hvetjum alla til að taka þátt og njóta þess að ferðast á umhverfisvænan og hagkvæman hátt.