Laugardaginn 2. september munu tveir aukavagnar aka á leið 55 í tilefni Ljósanætur. Athugið að um aukavagna er að ræða á hefðbundinni tímatöflu en ekki aukaferðir. Upphafs- og endastaðir breytast þó.

Fyrri aukavagninn fer kl.17:53 frá Firði og endar akstur við Hringbraut/Melteig í Keflavík.

Seinni aukavagninn fer kl.23:01 frá Hringbraut/Melteig í Keflavík og endar á BSÍ.

 

ATHUGIÐ:

  • Aukavagnar verða merktir sem aukavagnar.
  • Aukavagnarnir aka ekki á milli Hringbrautar/Melteigs og Keflavíkurflugvallar og öfugt. Að öðru leyti aka þeir hefðbundna leið í gegnum Hafnarfjörð, Vogaafleggjara, Grindavíkurafleggjara og í gegnum Keflavík.
  • Aukavagn kl.23:01 frá Keflavík mun aka alla leið á BSÍ.
  • Hefðbundin gjaldskrá fyrir landsbyggðina gildir og hægt er að greiða fargjaldið um borð í vagninum með greiðslukorti eða pening. Athugið að ekki er hægt að nota Klappið í landsbyggðarvagna.