Aukaferð verður farin þriðjudaginn 9. september á leið 93 þar sem Norræna mun sigla þann daginn í stað miðvikudags. Er um einstakt tilfelli að ræða þar sem ferjan breytir nú yfir í vetraráætlun. Mun aukaferðin því vera bæði á þriðjudag og miðvikudag þessa vikuna en framvegis verður hún á miðvikudögum í takt við siglingar Norrænu.