Ársfundur Strætó verður haldinn miðvikudaginn 4.júní. Fundurinn hefst kl. 14:00 og verður í Tjarnarsal, Ráðhúsi Reykjavíkur.
Farið verður yfir það helsta í starfi Strætó frá árinu 2024 ásamt ársreikningi auk erinda sem snúa að almenningssamgöngum.
Áætluð dagskrá fundarins er:
- Farþegar í fókus – ár þjónustuúrbóta – Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður stjórnar Strætó
- Ársreikningur 2024 – Elísa Kristmannsdóttir, deildarstjóri fjármála hjá Strætó
- Saga Strætó – Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó fer yfir sögu/þróun Strætó
- Hverjir taka Strætó – og hvað einkennir þann hóp? – Trausti Heiðar Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents
Fundarstjóri er Sigurborg Þórarinsdóttir, sviðsstjóri mannauðs- og gæðasviðs Strætó.
Allir eru velkomnir á fundinn og hvetjum við sérstaklega Strætónotendur sem hafa tök á til að koma og kynna sér málin.
Léttar veitingar verða í boði.