Strætó heldur áfram á blússandi siglingu og annan mánuðinn í röð frá því að reglulegar mælingar hófust er slegið met þegar kemur að fjölda innstiga. Í janúar 2023 mældust rúmlega 1.119.000 innstig á höfuðborgarsvæðinu sem er mesti fjöldi sem mælst hefur í janúarmánuði síðan mælingar hófust. Innstig í janúar síðastliðnum voru tæplega 7% fleiri en í janúar 2019 og tæplega 4% fleiri en í janúar 2020 sem var fyrra janúarmet.

Í desember 2022 voru 980.000 innstig sem var einnig met fyrir desembermánuð frá því að mælingar hófust.

Farþegafjöldi dróst saman í Covid faraldrinum en nú er notendum Strætó farið að fjölga á ný.

Á grafinu má sjá þróun síðustu ára.