Hér fyrir neðan má sjá upplýsingar um akstur Strætó á sumardeginum fyrsta.
Áætlanir dagsins
- Höfuðborgarsvæðið
- Ekið verður samkvæmt sunnudagsáætlun.
- Landsbyggðin
- Ekið verður samkvæmt laugardagsáætlun.
Nokkuð verður um lokanir á höfuðborgarsvæðinu á sumardaginn fyrsta.
Miðbær Reykjavíkur
Miðbær Reykjavíkur frá kl. 10:30 – 13:30
- Leiðir 1, 3 og 6 – Í stað þess að aka um Skothúsveg, Fríkirkjuveg, Lækjargötu og Hverfisgötu munu leiðirnar aka hjáleið um Hringbraut, Ánanaust, Mýrargötu, Geirsgötu og Sæbraut á leið til og frá Hlemmi.
- Leiðir 11 og 12 – Í stað þess að aka um Skothúsveg, Fríkirkjuveg, Lækjargötu og Hverfisgötu mun leiðin aka hjáleið um Hringbraut og Snorrabraut á leið til og frá Hlemmi.
- Leið 13 – Í stað þess að aka um Hofsvallagötu, Túngötu, Vonarstræti, Lækjargötu og Hverfisgötu mun leiðin aka hjáleið um Hringbraut og Snorrabraut á leið til og frá Hlemmi.
- Leið 14 – Í stað þess að aka um Hverfisgötu mun leiðin aka hjáleið um Sæbraut á leið til og frá Hlemmi.
Lokaðar biðstöðvar verða:
- Barónsstígur
- Bíó Paradís
- Þjóðleikhúsið
- Lækjartorg A
- Lækjartorg B
- MR
- Hallargarðurinn
- Ráðhúsið
- Gamla Hringbraut
- Landakot
- Ásvallagata
Hafnarfjörður
Hafnarfjörður milli kl. 13:45 og 14:00
- Leið 19 – Ein ferð á leið 19 mun ekki geta ekið um Hjallabraut á leið sinni í átt að Kaplakrika. Í staðinn mun leiðin aka hjáleiðu um Reykjavíkurveg.
Lokaðar biðstöðvar verða:
- Miðvangur
- Víðivangur
- Skjólvangur
- Sundhöll Hafnarfjarðar
- Norðurbakki
Mosfellsbær
Mosfellsbæ milli kl. 12:50 og 13:30
- Leið 7 – Leiðin mun ekki aka til og frá Leirvogstungu á meðan á lokun stendur.
- Leið 15 – Í stað þess að aka um Skeiðholt, Skólabraut og Háholt mun leiðin aka hjáleið um Bogatanga, Langatanga og Vesturlandsveg á leið sinni til og frá Reykjaveg.
Lokaðar biðstöðvar milli kl. 12:50 og 13:30 verða:
- Skeiðholt
- Varmárskóli
- Háholt
- Tungubakkar
- Laxatunga