Röskun mun verða á akstri í kringum miðbæ Reykjavíkur vegna gatnalokana sem vara frá morgni til kvölds vegna kvennaverkfallsins þann 24. október. Breytingar munu því verða á akstursleiðum og munu leiðir 1, 2, 3, 6, 11, 12, 13 og 14 aka hjáleiðir.

Tíðni ferða er eins og venjulega á föstudegi og almennt fargjald gildir.

Hægt er að borga um borð í vagninum stakt fullorðinsfargjald með snertilausum greiðslum, kaupa miða í Klappinu, nota Klapp tíu eða Klapp kort.

Þjónusta í þjónustuveri Strætó kann að verða takmörkuð vegna kvennaverkfallsins.

Kort af hjáleiðum Athugið að tímasetning hjáleiða er mismunandi eftir leiðum og eru áætlaðar,fer eftir hvenær götur verða opnaðar

Leið 1

Leið 2

Leið 3

Leið 6

Leið 11

Leið 12

Leið 13

Leið 14

Yfirlitskort yfir allar hjáleiðir