Akstur Strætó laugardaginn 17. júní verður óbreyttur þ.e. skv. laugardagsáætlun, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.

Næturstrætó mun ganga eins og venjulega þessa helgi.

Götulokanir munu hafa áhrif á akstur Strætó í miðborg Reykjavíkur og öðrum sveitarfélögum.

Mest mun rösk­un verða á akstri í kring­um miðbæ Reykja­vík­ur vegna gatna­lok­ana sem vara frá klukk­an sjö að morgni til sjö að kvöldi. Þá verða rask­an­ir í öðrum sveit­ar­fé­lög­um á höfuðborg­ar­svæðinu á milli kl. 10:15 og 15:00.

Rask­an­ir á leiðum strætó 17. júní eru eft­ir­far­andi:

Í Reykja­vík verður ekki hægt að aka um Lækj­ar­götu frá Hverfisgötu, Frí­kirkju­veg, Sóleyjargötu, Bjarkargötu, Skothúsavegi, og Von­ar­stræti frá Tjarnargötu milli klukk­an 07:00 og 19:00. Leiðir 1, 3, 6, 11, 12 og 13 munu aka Snorra­braut til og frá Hlemmi.

Í Hafnar­f­irði munu leiðir 1, 19 og 21 aka hjá­leið vegna skrúðgöngu á Hring­braut og Lækj­ar­götu frá klukk­an 13:00 til 13:30.

Í Mosfellsbæ munu leiðir 7 og 15 aka hjáleiðir vegna skrúðgöngu frá klukkan 13:00 – 14:00. Leið 7 mun aka hjáleið um Háholt á milli 13:20 -14:00 og leið 15 Vesturlandsveg og Bogatanga kl. 13:00-14:00.

Sjá má heiti biðstöðva sem verða fyrir áhrifum undir Stöðu ferða undir hverri leið fyrir sig.