Nemar á landsbyggðinni eiga rétt á nemakorti á afsláttarkjörum. Til þess að fá afsláttinn þá þurfa nemar að fylgja eftirfarandi skrefum:
Vefsvæði skólans
1. Skráðu þig inn á vefsvæðið þitt hjá skólanum.
- Inna hjá framhaldskólum.
- Uglan hjá Háskóla Íslands, Bifröst, Háskólanum á Akureyri, Háskólanum á Hólum og Landbúnaðarháskóla Íslands.
- Canvas hjá Háskólanum í Reykjavík
2. Veldu „Stillingar“.
- „My data“ á vefsvæði HR.
3. Gefðu leyfi.
- Gefðu Strætó leyfi til að fá staðfestingu á virku námi þínu.
Kaupa fargjöld á nemaafslætti
4. Farðu inn á Nemakort á vef Strætó – Nemakort – Strætó (straeto.is)
5. Auðkenndu þig með rafrænum skilríkjum.
6. Bættu í körfu.
- Veldu hvaða landshluta þú vilt.
7. Nú þarftu að bæta við greiðslukorti og borga.