klukkan er 04:19

advanced search

 

31.10.2014 : Akstur í dag.

Höfuðborgarsvæðið:  

Leið 23 (Álftanes): Búast má við töfum á þessari leið vegna vinnu við endurnýjun slitlags á Álftanesvegi.

Vegna framkvæmda við gangstétt fyrir framan MR, er búið að færa biðstöðina aðeins sunnar, það er nær tjörninni.

Allar aðrar leiðir aka samkvæmt áætlun

Landsbyggðin:

Mikið hvassviðri gengur nú yfir landið. Kl. 6:30 voru vindhviður á Suðurland fyrir austan Markarfljót,  allt að 45 m/sek. Ekki verður ekið ef vindur er þetta mikill. Óbreytt ástand kl. 8:40

Vegna veðurs á suðaustanverðu landinu, féllu ferðir til og frá Höfn niður í dag.

UPPFÆRSLA  kl. 9:45: Leið 57 ekur hér eftir skv. áætlun. Vind hefur lægt og er undir viðmiðunarmörkum á Kjalarnesi. 

Farþegar beðnir um að fylgjast með breytingum hér á síðunni. 


Leið 56. Uppfært kl. 13:30.  Ferðin frá Akureyri til Egilsstaða kl. 15:35 fellur niður vegna veðurs.


Herjólfur: Uppfært kl. 13:35

Næsta ferð Herjólfs fellur niður. Ástæðan er ölduhæð utan við Landeyjahöfn 3,1m kl. 13 og vindur.

Ath!  Farþegar sem eiga bókað far í þessa ferð þurfa að hafa samband við afgreiðslu til að gera breytingar á bókun sinni.

 Athugun um kl. 15:00 með siglingu í næstu ferð, frá Eyjum 17:30 og Landeyjahöfn 19:00.

Bæði öldu- og veðurspá gefa góð fyrirheit um að hægt verði að sigla tvær síðustu ferðir dagsins til Landeyjahafnar.

Farþegar eru vinsamlega beðnir að fylgjast með fréttum á herjolfur.is, facebook síðu herjólfs og síðu 415 í Textavarpi RUV.


Allar aðrar leiðir aka samkvæmt áætlun.
Framundan

20.8.2014 :
Útlit síðu:


Ábending, hrós, kvörtun